Þal
hraufuhverfunnar er blaðkennt, fremur þunnt, 5-15 sm í þvermál,
bleðlar 0,5-1,5 sm breiðir, með dökkbrúnum til grábláleitum hraufum
á jaðrinum, stundum einnig inni á þalinu. Efra borðið er brúnt,
grábrúnt eða grátt, oft með ofurlitlum gljáa, loðnulaust. Neðra borð
er dökk brúnt, ljósara meðfram jaðrinum, loðnulaust eða örlítið
flosugt. Miðlagið er hvítt. Askhirslur ekki þekktar hér á landi.
Fremur fátíð en þó dreifð um landið nema helst á Norðausturlandi og
Miðhálendinu.. Vex oft á mosa yfir móbergi, á beru móbergi, eða
mosagrónum jarðvegi á þúfum eða í hlíðum.
Þalsvörun:
K-, C-, KC-, P- .
Innihald:
Zeorin, triterpensambönd.