Þal mynsturskræpunnar er hrúðurkennt,
gráflikrótt eða dökk grábrúnt á litinn. Það samanstendur af gráum
eða hvítleitum, kringlóttum, flötum eða lítið eitt kúptum þalvörtum
sem dreifðar eru um samfellt, svart forþal. Þalvörturnar eru 0,3-1,5
mm í þvermál, oftast með einni eða tveim askhirzlum í miðjunni,
niðurgröfnum í hæð við þalið. Askhirzlurnar eru brúnar, oftast
íhvolfar, flestar mjög smáar, en geta náð að verða 1 mm í þvermál
eða vel það við þroskun, og fylla þá alveg út í þalvörtuna. Gróin
eru átta í aski, glær, einhólfa, egglaga, 14-20 x 7-11 μm. Askþekjan
er ljósbrún, askbeður og botnþekja græn. Mynsturskræpan vex á
basaltklettum og er algeng á miðhálendinu og til fjalla á Norður og
Norðausturlandi.
Þalsvörun: Miðlag J+
blátt, K+ gul → rauð, C-, KC-, P+ gulrauð.
Innihald:
Norstictinsýra.
Mynsturskræpa við Hljóðakletta í Jökulsárgljúfrum 29. júní 1968.
Mynsturskræpa úr vesturhlíð Snæfells, tekin 10. ágúst 1968.
Askgró úr aski mynsturskræpu.