Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Byrkningar

 

Á Íslandi vaxa um 38 tegundir af byrkningum.  Til byrkninga teljast burknar (Pterophyta), elftingar (Sphenophyta) og jafnar (Lycophyta), ásamt tungljurtum og álftalaukum. Byrkningar mynda engin fræ eins og blómplöntur, og bera engin blóm. Í stað þess bera þeir gróhirzlur sem framleiða mikið magn af gróum. Burknar bera gróhirzlurnar í þyrpingum sem nefnast gróblettir neðan á blöðunum, elftingar bera gróhirzlur í gróaxi efst á toppi stöngulendanna, en jafnar bera þær í blaðöxlunum. Álftalaukar sem vaxa á kafi í vatni bera gróhirzlurnar í slíðrum við blaðfótinn, og tungljurtir bera þær utan á greinum.

Þegar gró byrkninganna spíra, myndast í fyrstu forkím (kynliður) sem tekur mismunandi langan tíma að þroskast. Forkímið er ætíð smávaxið, stundum grænt og blaðlaga, en er í sumum tilfellum blaðgrænulaust og þroskast neðanjarðar. Á forkíminu myndast kynfrumur, og á því verður frjóvgun. Upp af okfrumunni sem myndast við samruna kynfrumanna vex síðan upp byrkningurinn sjálfur, elftingin, burkninn eða tungljurtin, allt eftir því hvaða flokki forkímið tilheyrir.  Þroskun forkímsins getur tekið frá fáum vikum (burknar og elftingar) upp í nokkur ár (tungljurtir).

Úti í náttúrunni eru forkímin lítið áberandi, en ef þið veljið og skoðið klóelftingu, má finna þar mynd af forkími hennar sem tekin var úti í Surtsey fyrir allmörgum árum síðan.

 
 

Byrkningar:  Köldugras

 

Byrkningar:  Naðurtunga

 

Byrkningar: Skollafingur

 

Byrkningar: Skógelfting