Brekkulauf hefur hreisturkennt þal sem myndar þétta þyrpingu af meir eða minna uppréttum þalshreistrum, en hvorki bikara né greinar.
Þalhreistrur eru allstórar,
2-5 mm á breidd og 3-7 mm á lengd, með meir eða minna skerta jaðra,
uppsveigðar eða uppréttar, grænar eða grágrænar að ofan, oft lítið
eitt bleikleitar, hvítar að neðan, laufendar oft lítið eitt
niðurbeygðir. Þalgreinar vantar, og engar askhirzlur séðar.
Brekkulauf vex á grónum jarðvegi, einkum utan í bröttum
brekkubörðum, bollum eða snjódældum. Það finnst nokkuð dreift um
landið, algengast til fjalla og á hálendinu.
Þalsvörun:
K+ gul, C-, KC-, P+ skærgul.
Innihald:
Atranórin, psórominsýra.