Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Skógelfting

Equisetum sylvaticum

er mjög sjaldgæf á Íslandi, vex aðeins á örfáum stöðum á Austfjörðum og á Vestfjörðum.  Hún vex í grónu deiglendi, rökum leirflögum eða kjarri. Skógelftingin þekkist bezt frá öðrum íslenzkum elftingum á því að greinarnar eru greindar, og á brúnum stöngulslíðrum.

Sprotar skógelftingarinnar vaxa upp af brúnum jarðstönglum, sem oft eru ofurlítið loðnir. Þeir eru uppréttir, grænir, liðskiptir, liðirnir gáróttir með 10-18 gárum og brúnum slíðurtönnum sem oft eru 2-3 grónar saman. Greinarnar eru kransstæðar, greindar, þrí- til fjórstrendar með djúpum grópum á milli. Grókólfar eru í fyrstu móleitir og ógreindir, en grænka fljótt og greinast við þroskun.

Skógelftingin er fremur auðþekkt frá hinum íslenzku elftingunum, og eru greindar greinar ásamt brúnum slíðrum mest áberandi greiningar-einkennin sem greina hana bæði frá vallelftingur og klóelftingu. Líkt og vallelftingin sýnir skógelftingin fremur lítinn breytileika, og hefur henni því ekki verið skipt niður í afbrigði né deilitegundir.

 

Skógelfting er aðeins fundin á þrem stöðum á Íslandi. Hún hefur fundizt á nokkru svæði bæði vestur í Heydal við Ísafjarðardjúp, og í Sandvík á Austfjörðum. Þriðji fundarstaðurinn er við Ingólfsfjörð á Ströndum. Allir fundarstaðirnir munu vera á láglendi neðan 200 m. Hún vex í kjarri og deiglendi, oft meðfram lækjarsytrum, ýmist í grónum eða flagkenndum jarðvegi. Ekki leikur vafi á því að skógelftingin er gömul í landinu, og ekki ólíklegt að hún kunni að hafa verið útbreiddari á meðan birkiskógar þöktu láglendi landsins. Sennilegt má telja að hún eigi eftir að finnast víðar en orðið er, því fáir veita henni athygli eða þekkja hana.

 

Skógelfting í Sandvík við Gerpi 21. júlí 1991.

 

Skógelftingí Lystigarði Akureyrar árið 1983.

 

Skógelfting í gamalli mógröf í Heydal við Mjóafjörð í Djúpi 15. júlí 2010.