Flóra Íslands - Byrkningar

A B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Álftalaukur
Beitieski
Burstajafni
Dílaburkni
Dvergtungljurt
Eski
Fergin
Fjallaliðfætla
Fjöllaufungur
Hlíðaburkni
Keilutungljurt
Klettaburkni
Klóelfting
Köldugras
Lensutungljurt
Liðfætla
Litunarjafni
Lyngjafni
Mánajurt
Mosaburkni
Mosajafni
Mýrelfting
Naðurtunga
Renglutungljurt
Skeggburkni
Skjaldburkni
Skollafingur
Skollakambur
Skorutungljurt
Skógelfting
Stóriburkni
Svartburkni
Tófugras
Tungljurt
Tunguskollakambur
Vallelfting
Vatnalaukur
Þríhyrnuburkni
Þrílaufungur
Þúsundblaðarós

Stóriburkni

Dryopteris filix-mas

er af skjaldburknaætt, fremur sjaldgæfur á Íslandi. Hann er útbreiddastur á Vestfjörðum og á Reykjanesskaga.  Hann vex oft í hraunsprungum og urð, en myndar einnig stóð í grónum brekkum.

 

Stóriburkni vex upp af stuttum og sterklegum, brúnhreistruðum jarðstöngli með uppréttum tvíhálffjöðruðum blöðkum sem geta orðið meira en metri á lengd. Blaðstilkurinn og miðstrengur blöðkunnar eru flosugir með ljósbrúnum himnukenndum hreistrum. Hliðarsmáblöðin eru 5-15 sm á lengd og 1-3 sm á breidd,  jafnbreið langt út en mjókka í endann. Smáblöð annarrar gráðu eru oftast 1-1,5 sm á lengd á stórum blöðkum, óskipt en tennt, jafnbreið fram og ávöl fyrir endann, með um 8-12 gróblettum í tveim röðum á neðra borði. Gróblettirnir eru kringlóttir, allstórir, gróhulan vel þroskuð og situr lengi, nýrlaga í kring um festipunktinn, nær kringlótt að umfangi.

Stóriburkni er fremur auðþekktur frá öðrum íslenzkum burknum, er þó einna líkastur fjöllaufungi og þúsundblaðarós. Bezt er að þekkja stóraburkna frá þeim á fjöðrunum á hliðarsmáblöðunum. Þær eru mjög reglulegar í laginu, jafnbreiðar fram með samsíða hliðum, ávalar fyrir endann, og reglulega grunntenntar. Samsvarandi fjaðrir hinna burknanna eru djúpskertari, breiðastar næst miðstrengnum og mjókka fram. Annað gott einkenni er á gróbærum blöðkum, þar sem eru hinir stóru kringlóttu gróblettir á stóraburkna, með áberandi sterka gróhulu sem venjulega hylur að mestu allan gróblettinn. Fjöllaufungur hefur aflanga eða nýrnalaga gróbletti með fremur ógreinilegri, hliðstæðri hulu, en þúsundblaðarós kringlótta litla gróbletti án gróhulu. Um aðgreiningu frá dílaburkna, sjá þá tegund.

</span>
 

Hér er stóriburkni í návígi í Búðahrauni á Snæfellsnesi árið 1967.

 

Hér sjáum við burknastóð með stóraburkna í Súgandafirði árið 1999