Flóra Íslands - Sveppir

B D E F G H I J K L M

 

N O P R S T U V Þ Æ


Alpaglitnir
Anístrektla
Berserkur
Birkibólstur
Birkiryð
Bláberjalyngroði
Blásturvendill
Dritlingur
Dýjafleinn
Dýjaleppur
Dægurblekill
Fellingablekill
Feyskjustifti
Fífustaup
Fjaðurhyrna
Fjallaglitnir
Fjóluhnefla
Fjóluhnúður
Fjóluvöndur
Flagtoppa
Flagsól
Fótgíma
Gorkúla
Grasdrjóli
Grasméla
Graspinni
Grákniplingur
Gráserkur
Gráskeljungur
Gráspyrða
Grávöndur
Grenisilfri
Gullbikarlingur
Gulltoppa
Haugbjalli
Haugklukka
Haugsveppur
Hjartarhornssveppur
Hornleðurhöttur
Hunangssveppur
Hvítblástur
Ilmtrektla
Jötungíma
Kantarella
Keilubjalli
Keiluklukka
Kerlingareldur
Kornataðbrá
Korndrjóli
kornsúrupússryð
Kóngssveppur
Krítargíma
Krónubikar
Kúalubbi
Kúluverpir
Kylfupinni
Lakksveppur
Lerkisúlungur
Lerkisveppur
Ljósskupla
Loðmylkingur
Meltuttla
Merarostur
Mjúkfísi
Mógíma
Mókoppur
Mýrastararsót
Mýrasúlungur
Nautasúlungur
Netskán
Njólasót
Ormkylfa
Moldpinni
Piparlingur
Piparsveppur
Purpurakniplingur
Reyðihnefla
Reyðikúla
Reyðilubbi
Rifflablekill
Rifsblóðvarta
Rifsveppur
Ryðkornhetta
Sandsúlungur
Sítrónubikarlingur
Sítrónutoppa
Skarlattoppa
Skegglekta
Skollamjólk
Skorpuskinni
Skotbelgur
Slímkóralingur
Smjörlaufshnefla
Snæhnefla
Sortukúla
Sortunefla
Stararsót
Stjörnutaðbrá
Strýsælda
Svartskupla
Táradoppa
Tjörusveppur
Toppskupla
Túnkempa
Ullblekill
Ullserkur
Vallhnúfa
Viðarstifti
Víðitjörvi
Vorblómapússryð
Vængskupla
Vætublekill
Þursaskeggsót
Ætisveppur

Kúluverpir

Sphaerobolus stellatus

öðru nafni Skotbelgur er smávaxinn belgsveppur sem vex á fúnum spýtum. Hann hefur fundizt á fáeinum stöðum á Íslandi, en er líklega ekki mjög algengur. Hann er hins vegar svo smávaxinn, að fáir munu taka eftir honum. Samt sem áður er þessi sveppur mjög athyglisverður og frækinn kúluvarpari, því hann getur varpað kúlu sinni á annan metra í loft upp, sem er mikil hæð fyrir svo smáan svepp. Hann er kúlulaga eins og aðrir belgsveppir, og myndar eina, stælta kúlu inni í belgnum. Kúlan situr í skálarlaga bæli sem fóðrað er innan með fjaðurmögnuðum vef sem þenst út eftir því sem hann vex, þar til hann rúmast illa lengur niðri í bælinu. Þegar þrýstingurinn verður of mikill gúlpast skálin skyndilega út og þeytir um leið kúlunni með gróunum í, upp í loftið.  Hvítu belgirnir á myndinni sýna hvernig sveppurinn lítur út áður en kúlunni er skotið, en gulu, tenntu skálarnar sýna sveppinn eftir að kúlunni hefur verið skotið.

 

Kúluverpir á Unaósi við Héraðsflóa 26. ágúst 1988. Belgur sveppsins er ekki nema rúmur millimetri í þvermál.  Smellið á myndina til að stækka hana.