Dagar hinna villtu blóma  

 

 

 

Blómadagurinn 2014-2016

 

Blómadagurinn 2013

 

Blómadagurinn 2012

 

Blómadagurinn 2011

Blómadagurinn 2010

Blómadagurinn 2009

Blómadagurinn 2008

Blómadagurinn 2007

Blómadaguirnn 2006

Blómadagurinn 2005

Blómadagurinn 2004 

 


Dagur hinna villtu blóma 19. júní 2011

 

Dagur hinna villtu blóma var haldinn sunnudaginn 19. júní árið 2011. Árið 2011 voru ferðir skipulagðar sem hér segir:

1. Laugarás, Reykjavík: Mæting á Laugatungutorgi við aðalinngang Grasagarðsins í Laugardal kl. 11:00. Gengið upp á Laugarás, þar sem gróðurfar er fjölbreytt. Fjallað um gróður svæðisins og plöntur greindar. Leiðsögn: Hjörtur Þorbjörnsson. Fjöldi gesta: 31.

2. Grafarvogur, Reykjavík: Mæting á bílastæðinu við Eiðið út að Geldinganesi kl. 13:30. Leiðsögn: Ríkharð Brynjólfsson. Fjöldi gesta: 6.
3. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull:
Mæting á Búðum kl. 14:00. Leiðbeinandi: Hákon Ásgeirsson, landvörður og náttúrufræðingur. Fjöldi gesta: 8.
4. Snæfellsnes:
Mæting við Klofningsrétt sunnan Burstahrauns kl. 9:30. Leiðsögn: Skúli Alexandersson. Fjöldi gesta: 5.
5. Snæfellsnes:
Mæting í Skarðsvík norðan Neshrauns kl. 13:30. Leiðsögn: Skúli Alexandersson. Fjöldi gesta: 5.
6. Fagridalur, Skarðsströnd.
Mæting við Ytri Fagradal kl. 16:00. Gengið niður túnin að ströndinni, og eftir henni áleiðis til Nýpur og síðan upp Nýpurtúnin og lýkur göngunni að Nýp. Leiðsögn: Þóra Sigurðardóttir og Halla Steinólfsdóttir. Fjöldi gesta: 7.
7. Hólmavík:
Mæting við flugstöðina á Hólmavík kl. 10:30. Gengið um Kálfanesland og yfir í Stakkamýri. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir. Fjöldi gesta: 1.
8. Dalvík, Náttúrustöðin á Húsabakka
: Mæting við Olís á Dalvík kl. 13:00. Gengið um Hrísahöfða. Leiðsögn: Hjörleifur Hjartarson. Fjöldi gesta: 1.
9. Krossanesborgir, Akureyri.
  Mæting við nýja bílastæðið norðan við BYKO  kl. 10:00. Gott að hafa stígvél meðferðis fyrir þá sem vilja skoða mýragróðurinn. Leiðsögn: Elín Gunnlaugsdóttir, grasafræðingur. Fjöldi gesta: 4
10. Fosshóll við Skjálfandafljót.
Mæting við verslunina á Fosshóli kl. 10:00. Leiðsögn: Hörður Kristinsson, grasafræðingur. Fjöldi gesta: 12
11. Vatnajökulsþjóðgarður í Ásbyrgi. Mæting við Gljúfrastofu kl. 14:00. Leiðsögn: Guðrún Jónsdóttir, landvörður. Fjöldi gesta: 0.
12. Egilsstaðir - Fellabær.
Mæting við þjóðveg 931 rétt utan við Ekkjufell kl. 10:00. Gengið um klettasvæðið, niður að Lagarfljóti og út með því, síðan hringinn til baka. Leiðsögn: Vigfús Ingvar Ingvarsson. Fjöldi gesta: 0
13. Fjarðabyggð. Hólmanes, Fólkvangur - Friðland. Mæting við útskotið á Hólmahálsi kl. 11:00. Gengið um Hólmanesið, en þar er fjölbreytt gróðurlendi og mikil tegundafjölbreytni. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir og Erlín Emma Jóhannsdóttir. Fjöldi gesta: 20.
14. Vatnajökulsþjóðgarður í Skaftafelli.
Mæting við Skaftafellsstofu kl. 13:50. Leiðsögn: Regína Hreinsdóttir. Fjöldi gesta: 9.
15. Sólheimar í Grímsnesi.
Mæting við Sesseljuhús - umhverfissetur á Sólheimum kl. 15:00. Leiðsögn Valgeir Bjarnason. Fjöldi gesta: 18.

Auk þessara 15 skoðunarferða sem auglýstar voru, stóð Kristjana Einarsdóttir fyrir göngu á Ísafirði og Helga Davids í Dímu í Lóni. Á Ísafirði mættu 5 gestir í gönguna og í Lóni 2.

 

Samtals mættu því  134 í öllum göngunum 17.