Flora of Iceland - Flóra Íslands

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blómplöntur

452

Byrkningar

37

Mosar

606

Fléttur

755

Sveppir

2100

Þörungar

1660

Samtals plöntur:

5610

 

 


Flóra Íslands

 

Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum í víðustu merkingu þess orðs.  Hópur íslenzkra vísindamanna vinnur að því að rannsaka hana betur og betur, og á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það heyrir hins vegar til undantekninga að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist, að undanskildum þeim sem maðurinn flytur til landsins.

Eftir því sem bezt er vitað í dag, munu töluvert yfir 5.500 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.  Taflan hér til vinstri sýnir hvernig tegundirnar skiptast á mismunandi flokka plantna: Blómplöntur, byrkninga, mosa, fléttur, sveppi og þörunga.

Þessar tölur eru að sjálfsögðu afar ónákvæmar, einkum í tveim síðasttöldu flokkunum.  Margir flokkar sveppa eru illa þekktir, enda hefur enginn íslenzkur sérfræðingur lagt stund á marga þeirra. Þegar svo er, er aðeins hægt að byggja á snöggum ferðum erlendra sérfræðinga sem hingað hafa komið, safnað sýnum, og síðan birt greinar um það sem þeir hafa fundið hér.  Svipað er ástatt um meginhluta þörunganna.  Botnfastir sjávarþörungar eru tiltölulega vel þekktir, um 260 talsins, en landþörungar og ferskvatnsþörungar eru afar illa þekktir, enda höfum við aldrei átt sérfræðinga á þeim sviðum. Helgi Hallgrímsson á Egilsstöðum hefur nýlega tekið saman heildarlista yfir land- og ferskvatnsþörunga eftir öllum tiltækum heimildum. Samkvæmt því yfirliti eru þeir um 1400 talsins að meðtöldum hinum stóra hópi kísilþörunga. Sú tala mun þó vera mjög ónákvæm. Af sjávarþörungum eru aðeins botnfastir þörungar landgrunnsins teknir með í þessu yfirliti.  Svifþörungum og kísilþörungum í sjó er alveg sleppt í þessum tölum, enda væri erfitt að draga landamörk þeirra ef út í það væri farið.

Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið ísaldar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem sumar hafa ekki átt afturkvæmt.

 

Síðustu uppfærslur: Í apríl 2016 var bætt við 34 tegundum fléttna á vefsíðuna. Í október 2015 var 6 tegundum fléttna bætt við: grásvertu, degelsvertu, keilusvertu, mosaduðru, lýsutörgu og stikiltörgu. Í janúar 2015 var 6 tegundum fléttna bætt við: brekkulaufi, fleiðurdumbu, hraufustubbum, sortuvör, sótsnurðu og steinsnurðu. Í byrjun ágúst 2014 var bætt við 17 fléttum: skartbikar, bleðlabikar, brúnvörtu, vörtunípu, mærudoppu, jarðfleðu, skuggafleðu, flákagrottu, strengbúlgu, tígulgrottu, hnúðdumbu, hraufuhverfu, mosaskilmu, hagaskóf, auðnakörtu, urðarkörtu og hærubryddu. Auk þess var túnsmára og sveppnum reyðilubba bætt við. Í maí 2014 var bætt við tveimur blómplöntum: hrossafífli og skógarsóley, og tveim fléttum, eðalkrókum og stjörnugrámu. Í nóvember 2013 voru settar inn nokkrar ritgerðir, sem nálgast má á vefsíðunni, og einnig bætt við sjö tegundum af fléttum: flatslyðru, lækjaslyðru, tvennuslyðru, bláslyðru, reitsvertu, dílsvertu og stallapíru. Í október 2013 var fjórum fléttum bætt við, skrámuklúku, dröfnuskán, bútaspreklu og rekaspreklu, og nokkrar aðrar fléttusíður uppfærðar. Í júní 2013 var einni fléttu bætt við, blaðmæru. Í maí 2013 var bætt við fjórum tegundum fléttna: Koparbryddu, heiðamyrju, tíglarein og rákarein. Í marz 2013 var bætt við 12 tegundum fléttna: hraunglyrnu, hringflikru, mánaflikru, skuggaflikru, hraufuskjómu, mæruskjómu, bikglyðru, tóarbúlgu, hrímbúlgu, fjallakúpu, viðarkúpu og sáldurmusku. Í desember 2012 var 40 fléttum bætt við: kuldahverfu, strandhverfu, möttuskóf, flaggrýtu, stúflurfu, barðaslembru, hrukkuslembru, bylgjutjásu, mosakreklu, hærutjásu, klappamóru, strípamóru, fjörudoppu, viðardoppu, barkardyrgju, drýladyrgju, kvistamerlu, kryppukrókum, stílbikar, flatbikar, gull-inlaufi, svarðlaufi, fjallbreyskju, kalktörgu, fjallaþekju, snúingelgju, kastaníuhryðju, viðarflíru, svarðflíru, glærusnurðu, mynsturskræpu, fleiðruskræpu, sokkinsnurðu, fjarkaduðru, punktaduðru, glóðar-dumlu, klappadumlu, búlduglætu, mjölglyrnu og völuflikru. Eftir þetta eru samtals 329 tegundir fléttna á vefsíðunni. 2. júlí 2012 var þrem fléttum bætt við: blásnurðu, skyrsnurðu og karpatarílu. 30. júní 2012 voru upplýsingar um skógarkerfil uppfærðar. 30. apríl 2012 var nýr Ferlaufungur settur inn á vefsíðuna. 23. marz var bætt við níu tegundum fléttna: blástúfu, gráfleiðru, hnúðskorpu, klepraskorpu, birkimerlu, ryðmerlu, dvergmerlu, seltutörgu og strjáltörgu.

Eftir þessar uppfærslur eru komnar 1032 tegundir ísl. plantna inn á flóruvefsíðuna.

 

 

 

Blómplöntur: Blágresi

 

Fléttur: Skollakræða

 

Sveppir: Gráserkur

 

Mosar: Barðastrý